FrettirviðurkenningarGo Car Rental hlýtur verðlaun fyrir besta ferðavefinn 2024!
Þórdís sól Go leiga
By Þórdís Sól1. nóv. 2024 • 2 min read Updated: 4. nóv. 2024

Go Car Rental hlýtur verðlaun fyrir besta ferðavefinn 2024!

Við erum ótrúlega ánægð að tilkynna að Go Car Rental hefur hlotið verðlaunin: Besti Ferðavefurinn 2024 frá WebAwards! Við erum einstaklega stolt af vefsíðu okkar og velgengi hennar um allan heim. Við stefnum að því að bæta og uppfæra hana reglulega svo að ævintýri neytenda fara fram á sem einfaldasta máta frá upphafi til enda.

Hjá Go Car Rental höfum við alltaf stefnt að því að skapa vef sem er bæði notendavænn, upplýsandi og spennandi – alveg eins og ferðalögin sem hann vekur. Með aðgengilegri hönnun, ítarlegum ferðaáætlunum og aðgengilegum upplýsingum, er vefurinn okkar gerður til að hjálpa ferðamönnum að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Þeir Aron Freyr Haraldsson, markaðsstjóri Go Rentals og Julian Reimer, vef hönnuður, sjá um að heimasíðan gangi vel fyrir sig og eru þeir stærsti hluti þess að heimasíðan hlaut þessi verðlaun. Sumarið 2023 fór nýr vefur í loftið og hafa þeir lagt mikla vinnu í að endurbæta hann.

Við þökkum öllum sem hafa verið hluti af þessari vegferð – viðskiptavinir okkar, starfsfólkið okkar og allir sem hafa trú á okkar verkefni. Við hlökkum til að halda áfram að þróa og færa ferðamönnum enn fleiri spennandi leiðir til að upplifa Ísland.